Alþingi staðfesti í lok janúar fríverslunarsamning við Kína með þingsályktunartillögu þar að lútandi. Samningurinn tekur þó ekki gildi strax en kínversk stjórnvöld eiga eftir að klára að staðfesta samninginn af sinni hálfu. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa stjórnvöld í Kína þó gefið það í skyn að þau líti til þess að hægt verði að staðfesta samninginn á næstu mánuðum þannig að hann eigi að geta tekið gildi í sumar. Í samningnum felst skuldbinding ríkjanna til að fella niður tolla af fjölda vörutegunda fyrir utan þá flokka sem ríkin vildu fá undanþágur fyrir.

Stór hluti þegar tollfrjáls Af þeim fjölmörgu svokölluðu tollalínum sem eru í íslensku tollskránni bera um 70% þeirra enga tolla samkvæmt þingsályktunartillögu Alþingis en alliraðrir tollar á vörum til Íslands munu falla niður við gildistöku samningsins.

Sumar vörur munu þó fá fimm eða tíu ára aðlögunartíma áður en tollarnir falla niður. Einnig skuldbinda ríkin sig til að leggja ekki meira en 65% toll á ákveðnar vörur sem verða áfram tollskyldar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .