Í kvöld kl. 20.00 opnar myndlistarmaðurinn Tolli sýningu í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36. Sýningin ber yfirskriftina Friður en Tolli fagnar núna 30 ára sýningarafmæli. Verkin á sýningunni eru ný olíumálverk og bera með sér óð til friðar og fegurðar þar sem landslagið og birtan leika aðalhlutverkið eins og segir í tilkynningu.

Tolli er mörgum kunnugur en hann hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann mun einnig opna sýningu í sendiráði Íslands í London 22. nóvember næstkomandi.