Aðeins einn aðili framleiðir franskar kartöflur hér á landi og aðeins 5% af framleiðslunni eru framleidd úr íslensku hráefni. Þrátt fyrir þetta er 76% tollur á innflutningi á frönskum kartöflum. Þetta er á meðal þess sem greining Félags atvinnurekenda á tollalöggjöf matvæla hefur leitt í ljós.

Finna má fleiri sambærileg dæmi. Snakk framleitt úr kartöflum ber 59% toll og úr kartöflumjöli 42% toll. Aðeins tveir framleiðendur eru hérlendis og er ekkert af framleiðslunni úr íslensku hráefni. Framleiðsla á sætum kartöflum er engin hér á landi en þrátt fyrir það er 30% tollur á þeim þegar þær eru fluttar hingað til lands. Til samanburðar má geta þess að aðeins 3% tollur er á innflutningi á sætum kartöflum inn í ESB.

Unnið að greiningu
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að unnið sé að mjög viðamikilli greiningu á tollvernd innan félagsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .