Hlutabréfamarkaði lækkuðu í Evrópu í dag en að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja lækkanir dagsins til neikvæðra tala af vinnumarkaði í Bandaríkjunum en um 524 þúsund manns misstu vinnuna vestanhafs í desember.   Þá hefur lækkandi olíuverð nokkur áhrif á lækkun markaða.

FTSE 300 vísitalan lækkaði um 0,3% og hækkaði þó um 1,3% þessa fyrstu viku ársins.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,3%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan hins vegar um 0,6% en í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 2%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 0,7% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 0,9%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,1%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 1,1% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 0,6%.