Eins og greint var frá hér á vb.is í morgun eru nýjustu tölur sem Seðlabankinn birti í vikunni um bankakerfið frá því í maí en samkvæmt birtingaráætlun ættu þær að vera frá því í júní.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hefur staðið á bönkunum að skila inn tölulegum upplýsingum um þá þætt sem snúa að bankakerfinu, s.s. innlánum og peningamagni umferð.

Eftir hrun bankanna hafa innlán í bankakerfinu aukist verulega eins og áður hefur verið fjallað um. Helstu ástæðuna má rekja til uppgjörs peningamarkaðssjóða sem að miklu leyti rataði inn á innlánsreikninga og hafa lítið hreyfst þaðan.

Sem fyrr segir eru nýjust birtu tölur síðan í maí. Þá er sérstaklega tekið fram að þær tölur sem birtar eru um bankakerfið frá október 2008 fram í maí 2009 séu bráðabirgðatölur og geti breyst. Sem fyrr segir hafa bankarnir ekki skilað nýrri upplýsingum um bankakerfið.