Evrópusambandið íhugar nú að stækka björgunarsjóð evrulandanna úr 440 milljörðum evra í 940 milljarða evra en tekið skal fram að þetta hefur ekki fengist staðfest. Það ætti þá að gera með því að sameina bráðabirgðasjóðinn, EFSF,  með hinum varanlega sjóði, ESM, sem ekki átti að verða að veruleika fyrr en árið 2013. Samkvæmt heimildum Bloomberg munu evrulöndin vera nálægt því að ná samkomulagi um að hinn varanlegi sjóðurinn verði settur á fót þegar um mitt næsta ár. Margt virðist á reiki um endanlega stærð sjóðsins en fyrr í vikunni taldi The Guardian sig hafa heimildir fyrir því að sjóðurinn yrði stækkaður í tvö þúsund milljarða evra.