Mjög erfitt hefur verið að fá áreiðanleg gögn um fjölda íbúða í byggingu. Það hefur leitt til þess að spár og áætlanir um íbúðamarkaðinn hafa verið meira og minna byggðar á ágiskunum og tölum sem virðast oft mun hærri en veruleikinn.

Landsbankinn fékk verkfræðinema til að gera ítarlega talningu í sumar á fjölda íbúða annarra en einbýlishúsa í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögum í næsta nágrenni.

Þær tölur sýna að fullyrðingar sem fleygt hefur verið fram á undanförnum misserum í ræðu og riti um þessi mál virðast verulega ýktar.

Gjarnan hefur verið nefnt að 4.000 til 7.000 íbúðir hafi verið í byggingu. Talning Landsbankans sýnir að fullkláraðar nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, á Árborgarsvæðinu/ Selfossi, í Hveragerði og á Akranesi í sumar voru samanlagt „aðeins“ 1.241.

Þá voru 1.759 íbúðir til viðbótar á ýmsum byggingarstigum.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .