Hækkun var á hlutabréfamörkuðum í Asíu í dag og hækkaði DJ Asia-Pacific vísitalan um 1,2%. Ástæðan er hækkun í Bandaríkjunum fyrir helgi og væntingar vegna efnahagsaðgerða í Bandaríkjunum og víðar, segir í frétt South China Morning Post.

Markaðurinn í Japan var opinn í hálfan dag og hækkaði um 2,1% og hefur Nikkei 225 ekki verið hærri frá 10. nóvember sl. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um 1,9% og í Sjanghæ um 3,3%, en velta var ekki mikil á þessum fyrsta viðskiptadegi ársins á meginlandi Kína.

„Þessi hækkun [á meginlandi Kína] kemur eftir átta daga lækkun í röð og stafar af því að stemningin á mörkuðum er heldur betri eftir fríið og að bjartsýni ríkir vegna gamalla þátta á borð við efnahagsaðgerðir. Maður skyldir þess vegna taka þessari jákvæðu byrjun með fyrirvara,“ hefur SCMP eftir Chen Jinren, greinanda hjá Huatai Securities.