Hlutabréfamarkaðir hækkuðu töluvert í Evrópu í dag en að sögn Reuters fréttastofunnar er búist við aukinni eftirspurn frá Kína eftir hrávörum sem lyftir voninni fyrir evrópsk fyrirtæki.

FTSE 300 vísitalan hækkaði um 3,9% en í gær náði vísitalan 12 lágmarki.

Það voru helst framleiðslufyrirtæki á borð við námu- og orkuframleiðendur sem leiddu hækkanir dagsins. Þannig hækkaði Rio Tinto um 14%, BHP Billiton um 12,9% og stálframleiðandinn ArcelorMittal um 12,4% svo dæmi séu tekin.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 3,8%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 4,4% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 5,4%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 4,7% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 2,4%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 1,1%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 4,1% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 7,5%.