Töluverð lækkun varð á hlutabréfum í Asíu í dag og voru það helst bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 1,5% en níu hlutabréf lækkuðu á móti hverju bréfi sem hækkuðu að sögn Bloomberg.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 2,1% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 2,1% sömuleiðis.

Engin viðskipti voru með hlutabréf í Kína, Hong Kong og Ástralíu þar sem markaðir voru lokaðir vegna frídags í þeim löndum.

MSCI Kyrrahafs vísitalan hefur lækkað um 6,1% það sem af er ári.