Hlutabréf hríðlækkuðu í Asíu í dag en talið er að hagnaður fyrirtækja, þá sérstaklega bíla- og rafmagnstækjaframleiðenda eigi eftir að dragast verulega saman á þessum ársfjórðungi að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 5,9% í dag hefur lækkað síðustu sjö vikur af átta.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 9,6% og hefur ekki verið lægri frá því árið 1982.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 8,3%, í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 4% og í Suður Kóreu lækkaði Kospi vísitalan um 11%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 8,9% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 2,6%.