Hlutabréf lækkuðu nokkuð í Evrópu í dag og segir Reuters fréttastofan það helst stafa af neikvæðum fréttum úr fjármálaheiminum, þá fyrst og fremst fréttum að mögulegri þjóðnýtingu fjárfestingarlánasjóðanna Freddie Mac og Fannie Mae, auk þess sem olíuverð virðist ætla að fara á flug á ný.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 2,5% og hefur ekki verið lægri í um einn og hálfan mánuð að sögn Reuters. Vísitalan lækkaði um 3% í vikunni.

Bankar hafa lækkað töluvert í dag. Þannig hefur Credit Agricole lækkað um tæp 10%, Societe Generale um 7%, Royal Bank of Scotland um 8,6% og Barclays um 5,9% svo dæmi séu tekin.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 2,7%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 2,5% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 2,4%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 3,1% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 2,4%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 2,6%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS um 2,2% en í Osló hækkaði OBX vísitalan hins vegar um 0,2% og var það eina vísitalan sem hækkaði í Evrópu í dag.