Hlutabréfamarkaði lækkuðu nokkuð í Asíu í dag og fylgja þannig eftir miklum lækkunum í Evrópu og Bandaríkjunum í gær.

Neikvæðar tölur um japanska framleiðslu eru að sögn Bloomberg fréttaveitunnar meginástæða lækkana dagsins.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 4,2% og hefur nú náð fimm vikna lágmarki.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 4,9%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 3,4%, í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 4% og í Suður Kóreu lækkaði Kospi vísitalan um 6%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 3,1% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 4,3%.