Búist er við því að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti. Margir búast við að vextirnir verði lækkaðir um 50 punkta og verði því 1% að loknum fundi stýrivaxtanefndar bankans í dag.

Hins vegar er bent á að slík lækkun kunni að hafa lítið að segja í núverandi árferði.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg- fréttaveitunnar að mikil óvissa ríki meðal fjárfesta um hvað seðlabankinn muni gera. Framvirkir samningar benda til þess að fjárfestar telji þriðjungs líkur á því að bankinn lækki stýrivexti um 75 punkta.

Á sama tíma telur aðeins einn af þeim 64 hagfræðingum sem fréttaveitan leitaði til að sú verði raunin. Rétt liðlega meirihluti þeirra telur að vextir verði lækkaðir um 50 punkta.

Ástæðuna fyrir óvissunni um ákvörðun seðlabankans má meðal annars rekja til þess að fjárfestar fylgjast grannt með þróuninni á daglánum bankans til fjármálastofnana.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .