Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Marel hefur lækkað mest eða um 2,08%. Það stendur nú í 141 krónu á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan rétt fyrir síðustu áramót. Svipaða sögu er að segja af gengi bréfa stoðtækjaframleiðandans Össuri sem er við áramótagengið. Gengi annarra félaga er yfir því sem það var við síðustu áramót.

Á sama tíma hefur gengi hlutabréfa Eimskip lækkað um 1,69%, Haga-samstæðunnar um 1,49% og fasteignafélagsins Regins um 1,12%. Þá hefur gengi bréfa Vodafone lækkað um 0,89% og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,10%.

Ekki eru sérstaklega mikil velta á baki þróunina á hlutabréfamarkaði eða upp á rúmar 230 milljónir króna. Mest er veltan með hlutabréf Marel eða upp á rúmar 50 milljónir.