Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,07% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1792,43 stigum eftir rúmlega 2,7 milljarða viðskipti. Lítil velta var á skuldabréfamarkaði en þar nam veltan 426 milljónum króna.

Mest velta var í viðskiptum með bréf Marel sem lækkuðu um 1,47% í rúmlega 1,4 milljarða króna viðskiptum.

Gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um 3,22% í 402 milljóna króna viðskiptum dagsins. Hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 10,7% frá því að það birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða á fimmtudag í síðustu viku.

Gengi bréfa Eimskips hækkaði um 0,8% í 95 milljóna króna viðskiptum. Voru bréf fyrirtækisns þau einu innan úrvalsvísitölunnar sem hækkuðu í viðskiptum dagsins.