Velta með óverðtryggð skuldabréf nam tæpum 13,9 milljörðum króna í Kauphöll Íslands í dag. Það er vel yfir meðallagi. Veltan með verðtryggð bréf var einungis 2 milljarðar króna.

Ávöxtunarkrafa hækkaði umtalsvert. Í flokknum RIKB 16, sem eru verðtryggð bréf, hækkaði krafan um 20 punkta og í flokknum RIKB 22 hækkaði hún um 15 punkta. Í flokknum RIKB 19 hækkaði krafan svo um 13 punkta.

Engin einhlít skýring er á þessari miklu veltu, samkvæmt upplýsingum VB.is. Helst megi skýra þetta með uppsafnaðri fjárfestingaþörf.