Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 0,77% í viðskiptum dagsins og endaði í 1.187,35 stigum. Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði um 1,92% og Marels um 1,25%. Þá hækkuðu bréf Eimskipa, Fjarskipta, Haga og Regins í verði í dag. Velta á hlutabréfamarkaði var með meira móti og nam rúmum 1,7 milljarði króna.

Velta á First North Markaðnum nam 2,6 milljónum króna og hækkaði gengi bréfa Hampiðjunnar um 6,38%. Gengi bréfa HB Granda hækkaði um 1,37%, en velta með þau bréf nam aðeins 918 krónum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,21% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 248,2 stigum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,21% og sá óverðtryggði um 0,23%. Velta á skuldabréfamarkaði í dag nam fimm milljörðum króna og þar af námu viðskipti með verðtryggð skuldabréf 3,16 milljörðum króna.