Allir helstu hlutabréfamarkaðir í Evrópu lækkuðu í viðskiptum dagsins og markaðir í Bandaríkjunum hafa lækkað það sem af er degi.

FTSE 100 í London lækkaði um 1,62%. DAX í Þýskalandi lækkaði um 2,57%. CAC 40 lækkaði um 2,3% og samevrópska vísitalan Stoxx 600 lækkaði um 2,31%.

Markaðir í Bandaríkjunum hafa ekki byrjað daginn vel. Dow Jones Industrial Average hefur lækkað um 1,22% S&P 500 hefur lækkað um 1,19% og Nasdaq hefur lækkað um 1,26%.

Lækkanir koma í kjölfar lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu, en Sádí-Arabía útilokaði að draga úr framleiðslu á olíu til að styðja við hækkun olíuverðs. Verð á Brent hráolíu hefur lækkað um 1,8% í viðskiptum dagsins.