Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði kauphallarinnar nam 2.882 milljónum króna og úrvalsvítialan OMXI8 lækkaði um 2,52%.

Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum féllu töluvert í dag , en meðal annars féll Dow Jones hlutabréfavísitalan um rúm 3%.

Hérlendis féllu bréf Icelandair mest, um 3,25% í 60 milljón króna viðskiptum, en þar á eftir koma Reitir með 2,85% lækkun í 256 milljón króna viðskiptum, og Marel með 2,78% lækkun í 827 milljón króna viðskiptum, sem einnig var mesta veltan.

Arion banki var þó ekki langt undan með 826 milljón króna viðskipti, sem skiluðu bankanum – einum félaga á aðalmarkaði – hækkun upp á 1,24%.

Velta með hluti annarra félaga en ofangreindra nam um eða undir 150 milljónum króna, og þau lækkuðu um 2,5% eða minna, 5 til viðbótar um yfir 2%, og önnur 6 um yfir 1%.