Gengi bréfa í Marel lækkaði um 8,26% í dag í 213 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í VÍS lækkað um 2,54% í 70 milljóna króna viðskiptum og gengi bréfa í Sjóvá lækkað um 1,95% í 132 milljóna króna viðskiptum. Icelandair lækkaði um 1,45% í 296 milljóna króna viðskiptum.

Mest hækkun á gengi bréfa var aftur á móti í Össuri. Gengið hækkað um 4,31% en hafa ber í huga að þar að baki eru einungis 14 milljóna króna viðskipti. Vodafone hækkaði um 0,78% í 23 milljóna króna viðskiptum og HB Grandi hækkaði um 0,55% í 57 milljóna króna viðskiptum.

Þetta var tíðindamikill dagur hjá mörgum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Marel birti uppgjör eftir lokun markaða í gær, sem IFS greining segir að valdi vonbrigðum. VÍS birti líka uppgjör sem sýnir fjórtán milljóna króna tap og flugmenn hjá Icelandair samþykktu verkstöðvun.