Vextir á ótryggðum skuldabréfum er töluvert hærri hér á landi miðað við þau lönd sem Ísland ber sig gjarnan við. Þannig nemur munurinn í sumum tilfellum yfir 5 prósentustigum.

Eins og sjá má í töflunni hér til hliðar er iðulega 350 punkta til 540 punkta munu á hæstu vöxtum, sem eru í öllum tilvikum íslenskir, og lægstu vöxtum sem eru í flestum tilvikum svissneskir en í einu tilviki bandarískir.

Mesti munurinn er á 5 ára skuldabréfum þar sem vextir íslenskra óverðtryggðra skuldabréfa eru 6,15%. Á sama tíma eru vextir svissneskra óverðtryggðra skuldabréfa 0,77%. Jafnframt er töluverður munur á 10 ára bréfum þar sem íslenskir vextir eru jafnframt 6,15 á meðan svissneskir vextir eru 1,34% og munurinn því um 4,8 prósentustig.

Minnsti munurinn er hins vegar á 3 ára bréfum. Þar eru vextir á íslenskum  bréfum 4,08% á meðan vextir svissnesku bréfanna eru 0,55%. Munurinn er því 3,53 prósentustig.

Þá er munurinn á 2 ára bréfum um 3,8 prósentustig, þar sem vextir á íslenskum bréfum eru 4,2% en vextir á svissneskum bréfum er 0,4%.

Í eina tilvikinu þar sem vextir óverðtryggðra skuldabréfa er lægri en í Sviss eru 12 mánaðabréf en þar eru vextir á bandarískum bréfum 0,25. Á sama tíma eru vextir á íslenskum bréfum 4,2% og munurinn því tæp 4 prósentustig.

Í öllum tilvikum eru vextir norsku skuldabréfanna næst því sem gerist hér á landi. Munurinn er á bilinu 1,8 prósentustig til 3,6 prósentustig. Því næst eru vextir sænsku skuldabréfanna næst því sem kemur íslensku vöxtunum.