Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands verður haldið fimmtudaginn 12. febrúar næstkomandi frá kl. 13 til 16 á Hilton Reykjavík Nordica. Í ár verður fjallað um hlutverk og umfang hins opinbera, áskoranir og tækifæri sem felast í innleiðingu kerfisbreytinga og leiðir til skapa breiðari samstöðu um umbætur í opinberum rekstri.

Þingið ber nafnið „Tölvan segir nei - hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Daniel Cable, prófessor við London Business School, verður aðalræðumaður þingsins en hann er með doktorspróf í atferlissálfræði og hefur rannsakað hvernig sé hægt að ná í gegn breytingum og hvers vegna það reynist oft erfitt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun einnig flytja ræðu ásamt fólki úr atvinnulífinu. Þá munu formenn stjórnmálaflokka á Alþingi vera í pallborðsumræðum.