Fjármálaráðherra Frakklands staðfesti í dag að í desember síðastliðnum hafi ráðuneytið orðið fyrir tölvuárás þar sem reynt var að stela gögnum tengdum leiðtogafundi ríkja G20. Fundurinn fór fram í síðasta mánuði í París. Það er BBC sem greinir frá en það var tímaritið Paris Match sem sagði fyrst frá árásinni.

Málið er nú til rannsóknar en yfir 150 tölvur urðu fyrir árásinni. Franskir dómstólar hafa skjalfest málið og leyniþjónustar rannsakar það einnig. Talið er nær öruggt að tölvuþrjótarnir séu fagmenn og þykja aðgerðirnar vel skipulagðar. Um er að ræða fyrstu tölvuárásina sem gerð er á franska ríkið.