Ítalski bankinn UniCredit hefur greint frá því að tölvuþrjótar hafi komist í gögn yfir lánaviðskipti hjá um 400.000 viðskiptavinum. Samkvæmt frétt BBC áttu tölvuárásirnar stað í september og október á síðasta ári en einnig í júní og júlí á þessu ári. Er þetta einn öryggisbrestur sem evrópskur banki hefur orðið fyrir og sá stærsti hjá ítölskum banka.

Samkvæmt UniCredit er möguleiki á því að tölvuþrjótarnir hafi komist yfir reikningsnúmer og persónuupplýsingar viðskiptavina. Þeir hafi hins vegar ekki komist yfir leyninúmer og lykilorð og hafi því ekki getað framkvæmt óheimilaðar færslur.

Evrópusambandið mun á næsta ári innleiða reglugerð sem kveður á um að bankar geti verið sektaðir um allt að 4% af heildartekjum ársins, tilkynni þeir ekki samstundis um öryggisbrest.