Framkvæmdastjóri Applicon á Íslandi, Ingimar Guðjón Bjarnason, segir að fyrirtækið ætli að leita til dómstóla í kjölfar þess að Seðlabanki Íslands braust inn í SAP hugbúnaðarlausn fyrirtækisins eftir að hafa afritað bókhaldsgögn í húsleit hjá Samherja í mars 2012.

Fyrirtækið óskaði fyrst eftir lögbannsbeiðni hjá sýslumanninum í Reykjavík vegna „ólögmætra nota“ Seðlabanka Íslands á SAP viðskiptamannakerfi Applicon. Því var hafnað í lok júní sl. þar sem upplýst var að Seðlabankinn væri ekki lengur með gögnin undir höndum heldur hefði vísað málinu áfram til sérstaks saksóknara. Þá var farið fram á lögbannsbeiðni á notkun sérstaks saksóknara á sama kerfi í ljósi þess að notkun þess bryti í bága við höfundarréttarlög.

Þeirri beiðni var hafnað af sýslumanni 20. ágúst þessa mánaðar. Rökin voru þau að „lögbann verði ekki lagt á stjórnarathöfn þess sem fer með framkvæmdavald ríkis eða sveitarfélaga,“ samkvæmt 24. grein laga nr. 31 frá 1990.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .