Tölvuleikurinn Call of Duty: Black Ops seldist fyrir 360 milljónir dala, rúma 39 milljarða króna, á fyrsta sólarhringnum sem hann var í sölu í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Sala á leiknum hófst í fyrradag. Slær þetta met eldri leiks af sömu gerði en hann seldist fyrir 310 milljónir dala fyrsta sólarhringinn. Tölvuleikurinn er mest seldi tölvuleikur í heimi.

Framleiðandi leiksins er Activision Blizzard Inc. og er félagið skráð á Nasdaq. Gengi félagsins breyttist lítið í dag við þessar fréttir.