*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 3. nóvember 2011 17:04

Tölvulistinn flytur úr Nóatúni á Suðurlandsbraut

Reksturinn hefur verið í samræmi við áætlanir og starfsmönnum Tölvulistans hefur fjölgað.

Ritstjórn

Verslun Tölvulistans í Reykjavík flytur í nýtt húsnæði á laugardaginn. Verslunin hefur verið til húsa í Nóatúni 17 og er á leiðinni á Suðurlandsbraut 26. Sæmundur Einarsson, verslunarstjóri Tölvulistans í Reykjavík, segir að nýja húsnæðið sé um þrisvar sinnum stærra en það í Nóatúninu. „Vörurnar munu fá meira pláss til að njóta sín á nýja staðnum og við gerum ráð fyrir því að umferðin muni aukast í kjölfarið.“

Annars segir Sæmundur að árið í ár hafi verið mjög gott og vel í samræmi við áætlanir fyrirtækisins. Tölvulistinn hefur þess vegna verið að bæta við sig starfsfólki.

Stikkorð: Tölvulistinn