Tæplega 500 manns sóttu aðalfund Samtaka atvinnulífsins (SA) sem haldinn var á Hilton Nordica í síðustu viku.

Á fundinum var tilkynnt um endurkjör Vilmundar Jósefssonar sem formanns SA en hann hlaut 92,6% greiddra atkvæða í rafrænni kosningu.

Eftir ræðu formanns flutti Christoffer Taxell, fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands, erindi þar sem fjallað var um mikilvægi góðrar menntunar fyrir atvinnulífið. Þá fluttu þau Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar matorku, Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis, Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical, og Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands, öll erindi sem vöktu athygli fundargesta.

Fundarstjóri var Ari Edwald, forstjóri 365 og fyrrv. framkvæmdastjóri SA. Hann þurfti lítið að gera því á fundinum var mikið stuðst við myndbands- og hljóðupptökur sem spilaðar voru af tölvu. Þannig voru sýnd myndbönd inni á milli erinda auk þess sem erindin voru kynnt með hljóðupptöku.

Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands, á aðalfundi SA þann 18.04.12
Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands, á aðalfundi SA þann 18.04.12
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands. Hann flutti áhugavert erindi á fundinum og sagðist hafa mikla trú á Íslendingum.

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) á aðalfundi SA þann 18.04.2012.
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) á aðalfundi SA þann 18.04.2012.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður SA. Vilmundur hefur setið í stjórn SA í 12 ár.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, lét fara vel um sig á fundinum.

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, og Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitafafélaga, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, og Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitafafélaga, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, og Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitafafélaga, einbeittir á svip.

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, var á meðal gesta.



Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins. Á hennar vinstri hönd glittir í Guðbjart Hannesson velferðarráðherra blaða í gögnum.

Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, lyftir brúnum. Á bak við hann sést í Guðrúnu Haftsteinsdóttur hjá Kjörís í Hveragerði.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Hermann Björnssn, forstjóri N1, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Hermann Björnssn, forstjóri N1, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Hermann Björnssn, forstjóri N1, ræddu málin. Kristján Loftsson í Hval hefur greinilega heyrt eitthvað á fundinum sem vakti með honum kátínu.



Magnús Kristinsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, og Guðni Ágústsson, fyrrv. ráðherra, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, og Guðni Ágústsson, fyrrv. ráðherra, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, og Guðni Ágústsson, fyrrv. ráðherra, náðu vel saman.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Ragna Árnadóttir, aðst.forstjóri Landsvirkjunar, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Ragna Árnadóttir, aðst.forstjóri Landsvirkjunar, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Ragna Árnadóttir, aðst.forstjóri Landsvirkjunar, skemmtu sér á fundinum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Steinþór Skúlason, forstjóri SS og Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, ræðast hér við á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Steinþór Skúlason, forstjóri SS og Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, ræðast hér við á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Steinþór Skúlason, forstjóri SS og Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia, ræðast hér við.

Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, á aðalfundi SA þann 18.04.12.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, og Kristján Loftsson.