Tölvuverslunin Tölvutek hefur fengið svokallaða OEM gullvottun Microsoft. Gullvottunin er fyrir sérþekkingu á vélbúnaðarlausnum í Microsoft umhverfi.

Yfir sjötíu manns starfa í Tölvutek en fyrirtækið hefur vaxið ört og opnaði nýlega stærstu tölvuverslun landsins í Hallarmúla 2. Að auki hafa starfsmenn Tölvutek fengið vottun sem sérfræðingar í Microsoft vélbúnaðarlausnum fyrir minni og millistór fyrirtæki.

„Við óskum Tölvutek til hamingju með þennan frábæran árangur,“ segir Hulda Kristín Guðmundsdóttir viðskiptastjóri hjá Microsoft á Íslandi. „Við þökkum Microsoft kærlega fyrir frábært samstarf en Tölvutek hefur frá byrjun verið viðurkenndur samstarfsaðili Microsoft en gullvottunin er kærkomin viðbót,“ segir Halldór Hrafn Jónsson framkvæmdastjóri sölusviðs Tölvuteks.