Sainsbury´s verslunin er hætt að selja matvörur á netinu í bili, vegna tölvubilunar. Þúsundir viðskiptavina munu ekki fá pöntun sína í hendur á næstu dögum.

Tölvuvilla fannst á fimmtudag og starfsmenn Sainsbury´s keppast nú við að hringja í viðskiptavini og bjóða þeim 10 pund í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC.

Ekki liggur fyrir hvenær þjónusta verslunarinnar kemst aftur á það stig sem hún á að sér að vera.