Bandaríski rithöfundurinn Tom Clancy er látinn, 66 ára að aldri. Bandaríska dagblaðið Baltimore Sun segir hann hafa látist á John Hopkins-sjúkrahúsinu í Baltimore í Bandaríkjunum eftir skammvinn veikindi.

Clancy var tryggingasölumaður áður en hann sneri sér að ritun hasarbóka, m.a. um persónuna Jack Ryan, samkvæmt umfjöllun erlendra fjölmiðla.

Clancy er höfundur fjölda metsölubóka. Þar á meðal eru bækurnar The Hunt for Red October og Patriot Games sem hafa verið kvikmyndaðar.