Tóm­as Már Sig­urðsson, sem hef­ur verið for­stjóri Alcoa í Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­un­um, mun fær­ast upp inn­an fyr­ir­tæk­is­ins og taka við sem fram­kvæmda­stjóri fram­leiðslu Alcoa á heimsvísu. Þetta er hluti af stærri upp­stokk­un á stjórn­endat­eymi fyr­ir­tæk­is­ins, en for­veri Tóm­as­ar mun taka við sem aðstoðarfor­stjóri sam­steyp­unn­ar. Þessu greinir Morgunblaðið frá.

Tóm­as mun heyra beint und­ir for­stjóra fram­leiðslu Alcoa, Bob Wilt, en hann verður með starfs­stöðvar í New York í Banda­ríkj­unum. Hans helstu verk­efni verða að sjá um dag­leg­an rekst­ur á ál­bræðslum, ál­vinnsl­um og báxí­t­fram­leiðslu Alcoa um all­an heim. Þá verður Tóm­as hluti af fram­kvæmdaráði fyr­ir­tæk­is­ins.

Breyt­ing­in hef­ur verið kynnt inn­an fyr­ir­tæk­is­ins en enn á eft­ir að gefa út form­lega til­kynn­ingu um breyt­ing­una.

Tóm­as hefur starfað hjá Alcoa síðan árið 2004, hann hóf störf hjá Alcoa Fjarðaráli það árið, en var árið 2011 ráðinn sem for­stjóri Alcoa í Evr­ópu með aðset­ur í Genf. Hann hafði jafn­framt yf­ir­stjórn álfram­leiðslu­sviðs (e. Global Primary Products) Alcoa í álf­unni.

Tóm­as lauk prófi frá Há­skóla Íslands í verk­fræði og fékk masters­gráðu í fram­kvæmda­áætl­un frá Cornell há­skól­an­um í Banda­ríkj­un­um árið 1995.