Tómas Dagur Helgason hefur verið ráðinn sem flugrekstrarstjóri (e. Director Flight Operations) hjá Bláfugli ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Tómas hefur starfað hjá Icelandair síðan 1984 bæði sem flugmaður og flugstjóri og hefur flogið samtals um 12.500 flugstundir á ýmsum flugvélategundum. Hann hefur einnig gegnt stöðu þjálfunarflugstjóra,  komið að ýmsum flugöryggismálum og ritstýrt gerð handbóka er tengjast þjálfun og öðrum þáttum flugrekstrar.

Tómas mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann mun heyra beint undir forstjóra Bláfugls og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins.