Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur leiðir lista Miðflokksins í Árborg, fjölmennasta sveitarfélagi Suðurlands, en það inniheldur bæina Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri. Næst á eftir honum koma þau Guðrún Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur, Sólveig Pálmadóttir hársnyrtimeistari og Ari Már Ólafsson húsasmíðameistari.

Megináherslur Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verða að skapa sátt um störf bæjarstjórnar í Árborg, að starfa fyrir alla íbúa Árborgar og að láta rödd Árborgar heyrast.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður sagt frá leiðir Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ Miðflokkinn í Kópavogi, en listi flokksins í bænum hefur nú verið birtur í heild sinni. Næst á eftir honum koma þau Jakobína Agnes Valsdóttir hrossaræktandi, Helgi Fannar Valgeirsson matreiðslumaður og Una María Óskarsdóttir varaþingmaður.

Framboðslisti Miðflokksins í Árborg er sem hér segir:

  • 1. Tómas Ellert Tómasson - Byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg
  • 2. Guðrún Jóhannsdóttir - Viðskiptafræðingur og f.v. sveitarstjórnarfulltrúi í Dalabyggð
  • 3. Solveig Pálmadóttir - B.s. í viðskiptalögfræði og hársnyrtimeistari
  • 4. Ari Már Ólafsson - Húsasmíðameistari
  • 5. Erling Magnússon - Lögfræðingur
  • 6. Sverrir Ágústsson - Félagsliði á réttargeðdeild LSH
  • 7. Arnar Hlynur Ómarsson - Bifvélavirki
  • 8. Ívar Björgvinsson - Vélvirki
  • 9. Jóhann Rúnarsson - Starfsmaður Sólningar
  • 10. Jón Ragnar Ólafsson - Atvinnubílstjóri
  • 11. Arkadiusz Piotr Kotecki - Starfsmaður BYKO
  • 12. Jóhann Norðfjörð Jóhannesson - Stýrimaður og byssusmiður
  • 13. Birgir Jensson - Sölumaður
  • 14. Sólveig Guðjónsdóttir - Starfsmaður Sv.f. Árborgar
  • 15. Sigurbjörn Snævar Kjartansson - Verkamaður
  • 16. Guðmundur Marías Jensson - Tæknimaður og formaður stangaveiðifélags Selfoss
  • 17. Hafsteinn Kristjánsson - Bifvélavirki
  • 18. Guðmundur Kristinn Jónsson - Heiðursformaður HSK og fyrrverandi bæjarfulltrúi

Framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi er sem hér segir:

  • 1. Geir Þorsteinsson, sjálfstætt starfandi
  • 2. Jakobína Agnes Valsdóttir, hrossaræktandi
  • 3. Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður
  • 4. Una María Óskarsdóttir, varaþingmaður
  • 5. Benedikt Ernir Stefánsson, viðskiptafræðingur
  • 6. Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
  • 7. Júlíus Björn Þórhallson, flugstjóri
  • 8. Guðmundur V. Bílddal Gunnarsson, kjötiðnaðarmaður
  • 9. Valsteinn Stefánsson, rafveituvirki
  • 10. Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumeistari
  • 11. Sigurjón Heiðar Emilsson, sjómaður
  • 12. Aðalbjörg Einarsdóttir, aðstoðarkona tannlæknis
  • 13. Ólafur Friðrikssson, bílstjóri
  • 14. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, húsmóðir
  • 15. Jón Pálmi Pálmason, vélstjóri
  • 16. Svana Guðjónsdóttir, húsmóðir
  • 17. Þóra Kristín Hauksdóttir, kennari
  • 18. Sroyfa Janngam, þerna
  • 19. Björn Ingólfsson, verslunarmaður
  • 20. Júlíanna Sóley Gunnarsdóttir, bókari
  • 21. Edda Valsdóttir, leikskólastjóri
  • 22. Einar Baldursson, kennari