„Þetta er spennandi eins og öll ný lífsreynsla,“ segir Dalamaðurinn og tónlistarmaðurinn Tómas R. Einarsson, spurður um það hvernig honum finnist að verða miðpunkturinn í heimildarmynd um hann sjálfan.

Tómas er fæddur árið 1953 og gerði snemma það að markmiði sínu að lifa á tónlistinni. Hann hefur áður unnið með þeim Sigurði Valgeirssyni og Sveinbirni I. Baldvinssyni. Það gerðu þeir m.a. í djasshljómsveitinni Nýja kompaníinu sem stofnuð var í kringum 1980. Morgunblaðið sagði frá því á aðfangadag árið 1981 að hljómsveitin hefði það árið spilað mikið í félagsmiðstöðvum og flestum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Tómas spilaði þar á bassa en Sigurður á trommur og Sveinbjörn á gítar.

Fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að unnið er að gerð myndar um Tómas. Líf hans og störf eru þar til umfjöllunar. Hryggjastykki myndarinnar eru svo tónleikar sem Tómas ætlar að halda í Dalabúð í Búðardal 11. júní næstkomandi með sveit úrvalsmanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .