*

þriðjudagur, 12. nóvember 2019
Fólk 11. júlí 2019 09:04

Tómas hættir hjá Alcoa

Tómas Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Alcoa, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hverfa frá félaginu í árslok.

Ritstjórn
Tómas Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Alcoa.
Haraldur Guðjónsson

Tómas Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Alcoa, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hverfa frá félaginu í árslok. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í morgun. 

Tómas Már hefur frá árinu 2004 komið að uppbyggingarverkefnum á vettvangi fyrirtækisins hér heima og erlendis.

Hann við starfi aðstoðarforstjóra á síðasta ári en hjá fyrirtækinu starfa í dag um 16 þúsund manns í öllum heimsálfum. Í samtali við Morgunblaðið segir Tómas Már að framhaldið sé ekki ákveðið.