Fjárfestingafélagið Gani ehf., í eigu Tómasar Kristjánssonar, stjórnarformanns Regins, hagnaðist um 2,86 milljarða króna á síðasta ári miðað við 7 milljóna hagnað á árinu 2019.

Gani á 3,38% hlut í Regin í gegnum dótturfélagið Siglu ehf. Þá var Sigla stór hluthafi í Heimavöllum sem norska félagið Heimstaden keypti á síðasta ári.

Stærstur hluti bættrar afkomu skýrist af hlutdeild í hagnaði fasteignaþróunarfélagsins Klasa sem Sigla á 46,5% hlut í. Eignir Gana námu sex milljörðum í lok árs 2020 og er félagið nær skuldlaust.