*

fimmtudagur, 2. apríl 2020
Innlent 24. mars 2020 10:54

Tómas kaupir fyrir 89 milljónir

Stjórnarformaður Regins, Tómas Kristjánsson, kaupir 5 milljón hluti í fasteignafélaginu. Á fyrir tæplega milljarð í félaginu.

Ritstjórn
Tómas Kristjánsson er formaður stjórnar Reginn.

Tómas Kristjánsson, formaður stjórnar Regins, hefur keypt fimm milljón hluti í félaginu fyrir andvirði 89 milljón króna í gegnum félag sitt Gana ehf.

Fékk hann bréfin á 17,8 krónur hvert, sem er rétt undir þeim 18,0 krónum sem gengið stendur í þegar þetta er skrifað, eftir 0,83% lækkun í dag í 111 milljóna króna viðskiptum.

Verðmæti bréfanna miðað við þetta verð eru 90 milljónir króna. Þar fyrir utan á Tómas 50% eignarhlut í félaginu Siglu ehf., sem á 100 milljón bréf, sem eru að andvirði 1,8 milljarðar króna miðað við þetta gengi.

Þar með er eignarhlutur hans fyrir kaupin nú í félaginu um 900 milljónir króna, en nú kominn í tæplega milljarð.

Stikkorð: Reginn Sigla Tómas Kristjánsson Gani