Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa í Evrópu, mun taka yfir ábyrgð á rekstri Alcoa í Mið-Austurlöndum. Morgunblaðið segir Tómas Má verða Abdulaziz Al Harbi, forstjóra Ma’aden Aluminium í Sádi-Arabíu, innan handar.

Tómas tók við sem forstjóri Alcoa í Evrópu í byrjun síðasta árs. Í Morgunblaðinu segir að hann hafi bætt reksturinn í Evrópu en hann ber ábyrgð á samræmingu aðgerða 50 starfsstöðva Alcoa í Evrópu. Þar á meðal er ábyrgð á rekstri álvera Alcoa á Íslandi, Ítalíu, Spáni og í Noregi, auk súrálsverksmiðju Alcoa á Spáni.

Tómas var áður forstjóri Alcoa-Fjarðaáls. Tómas er giftur Ólöfu Nordal, fyrrverandi varaformanni Sjálfstæðisflokksins.