Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, mun taka við sem forstjóri Alcoa í Evrópu með aðsetur í Genf þann 1. janúar næstkomandi. Tómas mun jafnframt hafa með höndum yfirstjórn álframleiðslusviðs (Global Primary Products) Alcoa í álfunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alcoa en starfsfólki Fjarðaáls, um 480 manns, var tilkynnt um breytinguna í dag, þriðjudag.

Tómas Már tekur við stöðunni af Marcosi Ramos sem var nýlega ráðinn forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) Alcoa í löndum Suður Ameríku og í Karíbahafi. Fram kemur í tilkynningunni að Tómas mun bera ábyrgð á samræmingu aðgerða allra starfsstöðva Alcoa í Evrópu, sem eru um fimmtíu talsins. Sem forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) í Evrópu mun Tómas jafnframt bera ábyrgð á rekstri álvera Alcoa á Íslandi, Ítalíu, Spáni og í Noregi, auk súrálsverksmiðju Alcoa á Spáni.

Tilkynnt verður síðar hver taki við starfi forstjóra Fjarðaáls við Reyðarfjörð.

Tómas Már er giftur Ólöfu Nordal, þingmanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Þau eiga saman fjögur börn.

Tómas Már Sigurðsson.
Tómas Már Sigurðsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Tómas Már Sigurðsson.