*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 18. maí 2015 13:52

Tómas Þór nýr framkvæmdastjóri Codland

Nýr framkvæmdastjóri Codland hefur yfir tólf ára reynslu af fjármálamörkuðum og fjármálastjórnun fyrirtækja.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Tómas Þór Eiríksson mun taka við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júnímánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Tómas Þór var sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár en hefur auk þess yfir tólf ára reynslu af fjármálamörkuðum og fjármálastjórnun fyrirtækja.

Tómas Þór er með Global Executive MBA próf frá EADA viðskiptaháskólanum í Barcelona og HHL Leipzig, Tómas Þór er einnig viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is