Tómas Þór Eiríksson mun taka við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júnímánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Tómas Þór var sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár en hefur auk þess yfir tólf ára reynslu af fjármálamörkuðum og fjármálastjórnun fyrirtækja.

Tómas Þór er með Global Executive MBA próf frá EADA viðskiptaháskólanum í Barcelona og HHL Leipzig, Tómas Þór er einnig viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri.