Fjármálaeftirlitið hefur metið sem svo að þeir Gunnar Freyr Gunnarsson, Þorbjörn Atli Sveinsson og Tómas Karl Aðalsteinsson séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Íslenskum fjárfestum hf., sem og eignarhaldsfélög þeirra tveggja fyrstnefndu.

Félag Gunnars Freys, Selsvellir ehf., er sagt hæft til að far ameð virkan eignarhlut í félaginu sem nemur allt að 20%, og sama á við um félag Þorbjörns Atla, Norðurvör ehf. Loks er Tómas Karl sagðir hæfur til að fara með virkan eignarhlut sem nemi allt að 50% í félaginu.

Allir eru þeir sagðir sérfræðingar á vef Íslenskra fjárfesta, en Tómas Karl kom til félagsins í fyrra frá sjóðsstýringafélaginu Stefni, en þeir Gunnar Freyr og Þorbjörn Atli komu til félagsins frá Fossar markaðir, einnig í fyrra.

Hannes Árdal er framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, en samkvæmt óuppfærðri heimasíðu félagsins er hann sagður 100% eigandi þess í gegnum félagið RedRiverRoad ehf.