Samkvæmt úttekt breska dagblaðsins the Indpendent er hamborgarinn á Hamborgarabúllu Tómasar í London, eða Tommi's, sá besti í bænum. Úttektin var gerð í tilefni af hamborgaradeginum í Bretlandi.

Í umsögninni segir að þrátt fyrir að hamborgarinn á búllunni líti út fyrir að eiga heima í teiknimynd sé hann óneitanlega sá besti í London. Kjötið kemur frá framleiðandanum H G Walter, það skín af hamborgarabrauðinu og hægt er að velja um aukameðlæti á hamborgaranum. Þeir segja ostborgarann vera þann besta á matseðlinum.

Eins og VB.is hefur hamborgarabúlla Tómasar verið í útrás að undanförnu og opnað staði í Kaupmannahöfn, London og Berlín og nú eru áætlanir um að opna einnig veitingastað í Osló.