Þriðji hamborgarastaður Tommi's Burger opnaði um helgina í Soho-hverfi Lundúnaborgar. Hinir tveir staðirnir sem ganga undir sama nafni eru í Marylebone og Chelsea. Fyrsti Tommi's Burger staðurinn opnaði í Lundúnum árið 2012. Frá þessu er greint í frétt Big Hospitality.

Yfirkokkur allra þriggja útibúanna er Siggi Gunnlaugsson. Verð á „tilboði aldarinnar“ nemur 10,90 pundum eða því sem jafngildir 1.532 krónum.

Hamborgarabúlla Tómasar rekur alls 17 veitingastaði í Evrópu; Sjö á Íslandi, tvo í Berlín, þrjá í Danmörku og svo staði í Svíþjóð og Noregi og nú þrjá í Lundúnum. Gert er ráð fyrir að fleiri bætist við í Osló á þessu ári.