Engar eignir voru til í þrotabúi Viðskiptaþjónustu viðskiptalífsins upp í rúmlega 124 milljóna króna kröfur í það. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og sá m.a. um veislur fyrir Kaupþing. Erfitt er að átta sig á stöðu fyrirtækisins en engir ársreikningar þess hafa verið birtir. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur 11. apríl síðastliðinn og lauk skiptum 7. júlí.

Fram kom í DV í desember árið 2011 að fyrirtækið hafi stefnt Kaupþingi vegna veisluhaldanna þar sem eigendur fyrirtækisins hafi verið ósáttir við uppgjör bankans.