Árlegum tónleikum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna barst í gær óvæntur stuðningur þegar velunnari tónleikanna hafði samband við tónleikahaldara og ánafnaði tónleikunum 600.000 krónum.

Fram kemur í tilkynningu frá Concert að hinn gjafmildi aðili, sem kýs að halda nafnleynd, hafi lagt til upphæðina til að brúa bilið upp á það sem vantaði í 25 milljónir en það er nú sú upphæð sem safnast hefur á hinum árlegu styrktartónleikum.

„Þetta framlag hjálpar okkur yfir 25 milljón króna múrinn og við erum þessum aðila óendanlega þakklát," sagði Einar Bárðarson skipuleggjandi tónleikanna. Þá kemur einnig fram að um 3 milljónir hafi safnast á tónleikunum í ár.

Tónleikarnir fara fram í dag klukkan 16:00 í Háskólabíó.