Sigurður Einarsson arkitekt velti fyrir sér ólíkum nýtingarmöguleikum grunnsins stóra sem grafinn hefur verið við hlið tónlistarhússins á ráðstefnu um Reykjavíkurhöfn um helgina. Þar sá hann fyrir sér tjarnir á sumrum sem gengdu hlutverki skautasvells á vetrum eða jafnvel að fylla upp með jarðvegi og mynda landslag með sauðfé á beit!

Sigurður brá á leik í lok erindis síns á námstefnu um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, aðdraganda verkefnisins og útfærslu hugmynda. Hann kvaðst vonast til að framkvæmdum yrði haldið áfram við húsið og byggt yrði hótel þar við svo húsið nýttist í framtíðinni eins og til var stofnað.