Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR  segir að fulltrúar frá Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu séu nú úti í Kína við að ganga frá endurbyggingaráætlunum og endursmíði á burðarvirki glerverks á suðurhlið Hörpu. Gert er réð fyrir að fyrsta sendingin af nýjum endurbættum sexstrendingum komi til landsins í byrjun október.

Gallaðir Quasi brick kubbar

Sprunga kom í ljós í steypustáli (cast steel) á hornum burðarvirkis sexstrendinganna sem er raðað upp og mynda svokallaðan „Quasi brick“ vegg á suðurhlið hússins. Rannsóknir sem gerðar voru í háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi í júlí sýndu að steypustálið í hornum tenginganna var of stökkt til að þola mesta vindálag sem búast má við á næstu 50 árum. Íslenskir aðalverktakar, ÍAV, kröfðust þess þá af framleiðanda glerhjúpsins að stálvirki suðurhliðar hússins verði tekið niður og nýtt framleitt og sett upp á þeirra kostnað.

Nýir kubbar koma í október

„Við værum byrjaðir að glerja núna ef ekki hefði komið upp þetta vandamál,” segir Stefán. “Það stendur til að framleiða allan þennan vegg að nýju. Fyrsta sendingin af nýjum kubbum kemur líklega í byrjun október og þá byrja menn að rífa núverandi vegg niður.” Stefán segir að vegna endurbyggingarinnar verði ekki hafist handa við að glerja veggin fyrr en næsta vor.

Tjónið lendir á undirverktaka

Glerhjúpurinn er framleiddur af Wuhan-Lingyun einu stærsta fyrirtæki á þessu sviði í Kína. Undirverktakar þess fyrirtækis framleiddu síðan steyptu hornin á Quasi brick  teningana. Segir Stefán að tjónið sem hlýst af endurbyggingunni lendi alfarið á undirverktökunum. Segir hann að ekki hafi verið búið að greiða þessum aðilum að fullu fyrir þá vinnu sem búin er. Það verði ekki gert fyrr en endurbygging burðarvirkisins er kominn á sama stig og hún er nú.

Opnað í maí 2011

Þrátt fyrir þetta áfall er áfram stefnt að opnun hússins í maí 2011. Stefán segir að áfram sé miðað við að Vladimis Ashkeazy haldi þar tónleika 4. maí. Þeim verður síðan fylgt eftir með opnunarhátíð 13. maí, degi fyrir Evrovision keppi evrópskra sjónvarpsstöðva 2011.